18.9.05

Annað eða þannig

Svokallað fjölskylduafmæli í dag. Rólegra en á föstudaginn, brauð, ostar og kökur núna. Bakaði karamellubombuna sem er svakaleg hlussa og á varla heima á svona sunnudagseftirmiðdagskaffiborði, hentaði betur sem eftirréttur að aflokinni góðri máltíð þegar maður væri að halda upp á Reykjavíkurmaraþon, göngu á Esjuna eða t.d. yfir Haukadalsskarð, svo dæmi sé tekið. 7 km. dagsdagleg ganga eftir Ægisíðustígnum er lítið upp í svona köku - en hún er helvíti góð.
Annars gerði ég ekkert af viti í dag. Svolítið rætt í dag um framboðsmál, broskallinn sem vill verða borgarstjóri og svoleiðis. Ég ljóstaði því upp að ég stóð alveg á gati þegar Gallup vildi vita hvað ég myndi kjósa. Svo þetta klassíska - launamunur kynjanna. Ég vil taka upp gamla skattafsláttinn, viðurkenna þetta í bili, bíða þangað til munurinn er orðinn 0,5 eða þar um bil og afnema þá, nema kannski hjá umönnunarstéttunum og kennurum.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home