31.5.06

Ræktaðar raddir

Það lá við að ég fengi hjartaáfall áðan þegar enn ein ný fréttastelpan á útvarpinu hóf upp raust sína, svo skerandi mjó var röddin. Ég varpaði fram þeirri tilgátu hvort virkilega væri búið að rækta upp í stórum stíl svona mjóraddað kvenfólk, og átti þá við einhvers konar "úrval", vil ekki nota orðið "kynbætur" um þetta. Óli þóttist vita réttu skýringuna; þær verða svona í ræktinni, af öllu þessu andskotans spinning og því, sagði hann. Ætli eitthvað sé til í þessu?

Svona barnaraddir hjá fréttamönnum eru ekki beint traustvekjandi, ég tala nú ekki um þegar við bætist fákunnátta og hræðilegt málfar.

(P.S. Birna frænka mín er farin að blogga og ætlar ekki að verða síðri en Þóra systir hennar)

Web Counter

1 Comments:

At 13 júní, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Ritstífla er alvarlegt mál og spurning hvort ekki sé hægt að fá eitthvað við henni. Ég mæli með glasi af góðu rauðvíni eða franskri mysu s.s. Pouilly Fuissé, einnig er hægt að notast við sjampó (champagne) s.s. Gulu ekkjuna eða Veuve Clicquot Ponsardin.
Með von um góðan bata.
Kalli.

 

Skrifa ummæli

<< Home