24.8.06

Tæknin að stríða

Ósköp getur maður verið lengi að fatta sumt, eða tekst það bara alls ekki. Nágranni minn benti mér á skýringuna á ótrúlegum tíma mínum í títtnefndu hlaupi. Við Óli höfum óvart víxlað númerum og örflögum þannig að ég fékk tíma hans og hann minn. Samt sem áður er ég ánægð með tímann, heilmikil bæting síðan í fyrra, en hrapa að vísu úr öðru niður í 20. sæti á úrslitalistanum.

Hér er svo mynd af afrekskonunni. Og vænti ég að þar með sé þetta tekið af dagskrá.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home