21.8.06

Blandað á staðnum

Í gær fór ég ein upp í Heiðmörk á berjamó. Veðrið var yndislegt og ekki spillti fyrir að ég fann þónokkuð af bláberjum. Það kom mér þægilega á óvart því ég bjóst við hörmulegu berjasumri eftir allar rigningarnar. Ég frysti helminginn af berjunum og bjó til sultu úr restinni. Ég held svei mér að bláberjasulta sé besta sultan, hún er kröftugri og bragðmeiri en aðalbláberjasulta og hefur líka meiri karakter en rifsberjahlaup og sólberjasulta.

Í eftirrétt í kvöld fékk ég svo hraðútgáfu mína af ris a la mande, blandað á staðnum:
Hrísgrjón (sem voru með pottréttinum sem ég eldaði í kvöld)
ný bláberajsulta eftir smekk
rjómi eftir smekk (beint úr fernunni).

Ég sé að ég er svolítið í sporum litlu gulu hænunnar þessa dagana, tíni berin sjálf, bý til sultuna og ét hana ein. Eini munurinn að "hin dýrin" hafa ekki girnst berin, sultuna eða eftirréttinn.

Web Counter

6 Comments:

At 21 ágúst, 2006, Blogger Kristin Bjorg said...

Ég vildi að ég hefði gaman af að tína ber því mér finnast bláber alveg hreint ótrúlega góð. En ég get ekki hugsað mér neitt einmannalegra en að berjatínslu

 
At 21 ágúst, 2006, Blogger Helga said...

Stundum er bara svo gott að vera einn. (Geri ekki kvennaguðfræðingum það til geðs að segja "ein".)

 
At 22 ágúst, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Það er sem ég segi "það er hættulega gott að vera einn"
Bestu kveðjur til allra já og takk fyrir síðast.
Þóra Jónasar.

 
At 22 ágúst, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að það séu komin bláber, ég heyrði af manneskju sem ætlaði til berja um daginn eftir allar rigningarnar en sá bara vatnsmelónur en engin ber.
Kv.
Kalli.

 
At 22 ágúst, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að það séu komin bláber, ég heyrði af manneskju sem ætlaði til berja um daginn eftir allar rigningarnar en sá bara vatnsmelónur en engin ber.
Kv.
Kalli.

 
At 23 ágúst, 2006, Blogger Þóra said...

Mér finnst mun skemmtilegra að tína ber en að borða þau. En það er ekkert gaman að vera búin að vera duglegur að tína en hafa svo ekkert við berin að gera. Þess vegna hef ég ekki farið í berjamó í mörg ár.

Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home