7.7.06

Hverju skemmtir Harpa okkur með næst?

Farið efst á bls. 54 í Fréttablaðinu og lesið 2 HLUTA (já það er rétt!) hinnar æsispennandi ástarsorgarsögu Hörpu sem var "bitin í rassinn af því sem hún hafði sjálf gert öðrum ... og það fast," eins og hún segir. Hvað skyldi koma næst frá þessum efnilega pistlahöfundi? Tillögur:

1. Lopapeysan sem mig klæjaði undan
2. Þegar ég fattaði hvernig ætti að ydda blýant
3. Hvernig ég ætlaði ekki að vera að vakna í gærmorgun
4. Þegar ég fékk vind upp í munninn þegar ég var 11 ára og þroskaðist heilmikið af því
5. Ólíkur tannkremssmekkur minn og nýja kærastans (sem hún eignast vonandi áður en langt um líður enda á hún það sannarlega skilið eftir þessar raunir)
...
Hvað eru ritstjórar þessa blaðs annars að hugsa?

Web Counter

1 Comments:

At 07 júlí, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Þakka þér þessa stórskemmtilegu pistla frænka mín. Úr því þú minnist á Fréttablaðið þá hafa fjölskyldumeðlimir okkar verið í sviðsljósinu þar í vikunni. Jónas Reynir Gunnarsson fékk hrósið í blaðinu á þriðjudaginn að mig minnir og var í viðtali á mánudaginn. Það er nú þannig hér í Safamýrinni að blaðið berst ekki nema endrum og sinnum og auðvitað ekki þegar hann var á síðum þess. En annars var alveg stór skemmtilegt að lesa um Klerka í klípu og við vorum að rifja upp þessar leiksýningar í Sólheimunum í dag, yfir kaffibolla eftir að við komum úr kirkjugarðinum. Hugsaðu þér áhuga þeirra bræðra og hvað fólk var tilbúið að leggja á sig til að skemmta fólki. Það eru til leikskrár í Sólheimunum sem við þurfum að kíkja á við tækifæri.
Bestu kveðjur frá Ínu

 

Skrifa ummæli

<< Home