Fallegur maður og fönguleg kona á Ægisíðunni
Ég hljóp Ægisíðuna í gær út í Nauthólmsvík og til baka. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að sem ég hleyp þarna í austurátt, farin að nálgast víkina, sé ég aftan á svona ljómandi lögulegan ungan mann. Hann var ber að ofan, enda heitt og logn, og með sítt, ljóst og liðað hár (minnti á Smith hennar Samönthu í Sex and the City). Ég kunni nú ekki við að gá hvort hann væri jafn sætur að framan og aftan þegar ég hljóp framúr honum (enn hleyp ég fram úr gangandi vegfarendum). Svo kom ég í Nauthólsvíkina í logninu og blíðunni, sólarlaust að vísu. Þá sé ég að þar hefur þessi líka föngulega stóra kona tekið sig til og vaðið út í sjóinn á ylströndinni. Væskillinn maðurinn hennar beið fullklæddur í flæðarmálinu með fötin hennar. Sem ég stend þarna og dáist að konunni, kemur ekki ljóshærða goðið og býður góðan dag sisona og hvað veðrið sé gott og ég veit ekki hvað. Og laglegri að framan en aftan ef það var hægt.Ég fylltist bjartsýni og nýrri tiltrú á unga menn yfirleitt þegar ég skokkaði heim á leið.
3 Comments:
Gott að hafa trú á fólki :)
Já - það er gaman að skoða...
Tek undir með Þóra frænku, gott að hafa trú á fólki :)
Skrifa ummæli
<< Home