19.8.06

Reykjavíkurmaraþon

Ég skrölti tíu eins og ég kalla það. Ég hef auðvitað verið í ræktinni að undanförnu svo þetta var engin ofraun. Tíminn held ég að hafi verið alveg í mínum stíl, ca. 63 mínútur. Ég er þessi týpa sem gefur sér ekki undir 60 mínútum í 10 km. ferðalag. Sem er í rauninni skynsamlegt ef út í það er farið. Mér finnst þetta bara ágætt. Ef ég tek dæmi af "Laugarvatnsstelpunum" sem voru flestar íþróttafíklar á yngri árum þá eru þær margar búnar að stríða við ýmsa íþróttatengda áverka og slit, eins og liðþófa, álagsbrot og fleira og fleira. Ég sparaði mig hins vegar til efri áranna og var sú eina sem "hljóp" núna! Sjö, níu þrettán.

Sem sé, bara ánægð með minn hlut!

Web Counter

3 Comments:

At 21 ágúst, 2006, Blogger Þóra said...

Nú hefst brátt betri tíð, mér skilst að ný sería af Bráðavaktinni byrji í vikunni. Ég flyt í bæinn eftir þrjár vikur, kem í heimsókn fyrsta miðvikudagskvöldið til að njóta dýrðarinnar.

Kærar kveðjur,
Þóra frænka

 
At 21 ágúst, 2006, Blogger Helga said...

Já, þú og Bráðavaktin, þið eruð æðislegt par! Vertu innilega velkomin.

 
At 21 ágúst, 2006, Blogger Kristin Bjorg said...

Ég sá þig bara eftir hlaupið en aftur á móti hvatti ég mann þinn óspart á hlaupunum. Bryndís hljóp þrjá og kom í mark með bæði hnén verulega hrufluð. En hlaupinu lauk hún.
Já ég tók líka eftir því að bráðavaktin er að byrja aftur. Ég held að ég hafi misst úr einn þátt síðan serían byrjaði fyrir hvað þetta 11 árum. Ég bíð spennt!

 

Skrifa ummæli

<< Home