22.8.06

Stórglæsilegur árangur minn í Reykjavíkurmaraþoninu ...

er nokkrum mínútum aukinn. Það stenst sem sé ekki að ég hafi farið þetta á 55:14 eins og segir á úrslitasíðunni og verið í öðru sæti í mínum aldursflokki. Óli, sem mörg vitni eru um að kom nokkrum mínútum á undan mér í mark, er á þessum lista sagður með tímann 1:03:25, en var að sögn vitna og hans sjálfs rétt yfir 50 mín. Þetta er mjög dularfullt mál en skemmtilegt. Það eru aðeins hinir örfáu en dyggu lesendur mínir sem fá að vita sannleikann - aðrir geta óáreittir haldið áfram að velta fyrir sér hver hún er, þessi nýja stjarna á hlaupahimninum.

Web Counter

1 Comments:

At 23 ágúst, 2006, Blogger Kristin Bjorg said...

Ég er stolt af þér - sprettharða kona!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home