24.4.08

Gleðilegt sumar!

Ég gæti hneykslast yfir bílstjórum sem vilja ekkert annað en vinna allan sólarhringinn eða Björgólfi sem vill að við stofnum styrktarsjóð íslenskra auðkýfinga, það var ekki nóg að við gæfum honum bankann. Ég gæti dáðst að grein Jóns Baldvins í Mogganum þar sem hann rassskellir vin sinn Styrmi Gunnarsson. Ég gæti líka reynt að lýsa þeirri ónotakennd sem ég fyllist alltaf þegar talað er um þennan ritstjóra sem aldrei, svo lengi sem elstu menn muna a.m.k., hefur skrifað staf undir nafni. Pælið í því: aldrei nafn, þjóðin á bara að finna á sér hver skrifar, það er eitthvað alveg óhugnanlega stórabróðurlegt við þetta!

En ég ætla ekki að gera neitt af þessu, heldur fagna vorinu og fuglunum. Á Seltjarnarnesi var krían ekki komin í morgun þegar ég HLJÓP þar, en Nestjörnin var ansi lífleg og vorleg, fullt af fuglum og liturinn gráblár og eitthvað svo dæmalaust hlýr og frjósemdarlegur.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home