4.4.08

Vér verktakar

Hafið þið tekið eftir öllum verktakaaukablöðunum sem koma til skiptis með mogganum og fréttablaðinu? Þegar ekki eru VINNUVÉLAAUKABLÖÐ. Ég er orðin oggulítið þreytt á þessum blöðum af því að þá kemur alltaf upp í mér kvenremban; ha, hvaða verktakar, vinnuvélar hvað? Þarna eru viðtöl við fíleflda trökkdrævera og gröfumenn sem dreymir um enn stærri tæki og gunnara birgissyni sem langar að byggja enn stærri turna, og allt drekkur þetta olíu.

En - hefur engum dottið í hug að gera eins og eitt aukablað um hina mjúku og kvenlegu hugverktaka? HUGMYNDIR: Hvernig þýðingarforrit notar þú? Viltu hafa það öðruvísi? En orðabækur? Tölvan, viltu öflugri. Hvernig er skrifstofan þín? Viltu fá þér rafknúið hækkanlegt skrifborð? Vinnur þú heima? Eða leigir þú kannski herbergi, kannski tvö? Ertu með undirverktaka, nei það getur nú varla verið.

Hvers vegna langar þig að mótmæla eins og trökkdræver? Kannski af því að bókaforlögin "borga" verktökum sínum eins og þeir séu sjálfboðaliðar? Af því að það eru heimssamtök þýðingastofa sem hafa það að markmiði að halda töxtum niðri? Af því að einu "aðgerðirnar" sem stjórnmála(karl)mönnum detta í hug til að lækna kreppuna eru álver, vegir og olíudrullustöð?

Web Counter

1 Comments:

At 12 apríl, 2008, Blogger Unknown said...

Heyr, heyr!

 

Skrifa ummæli

<< Home