27.8.06

Vitleysingar hafa sem rithöfundar dálítið skemmtanagildi - þrátt fyrir allt

Fréttablaðið er í dag með stutta hugleiðingu eftir Álfrúnu Pálsdóttur um kindur og hættuna sem þær skapa á þjóðvegum landsins. Þetta er athyglisverð lesning:

"Þar sem ég þeystist um sveitir landsins sem farþegi í bíl gat ég gefið náttúrunni gaum og það eina sem ég virtist sjá voru kindur. ... Kindur hafa sem dýr lítið skemmtanagildi enda gera þær lítið annað en að standa kyrrar, bíta gras og gefa frá sér hljóð stöku sinnum. En sveitin er full af þeim, hvert sem maður lítur er kind að gera nákvæmlega ekki neitt gagnlegt og stígur ekki beint í vitið. En á hverju einasta sumri er þúsundum kinda sleppt lausum út í náttúruna þar sem þær spranga um fjöll og firnindi og valda mörgum ökumanninum vandræðum á þjóðveginum enda láta þær bíla ekkert á sig fá."

Líklega er það trú þeirra sem stjórna fréttablaðinu að heppilegt sé að láta vitleysinga skrifa ofan í vitleysingana. Ég "virðist ekki sjá" aðra skýringu á þessum ósköpum, svo ég noti orðalag höfundar.

Web Counter

2 Comments:

At 30 ágúst, 2006, Blogger Kristin Bjorg said...

Bíddu - segir hún ekki að kindurnar stígi ekki í vitið.....hummm

 
At 08 september, 2006, Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Það skal hér með viðurkennt að ég hafði annan pistil eftir umrædda ÁP í huga þegar ég var að tala um orðfæð og beygingavillur!

 

Skrifa ummæli

<< Home