Stína les Time ...
... í fyrsta skipti á ævinni.
Eins og hálfs árs.
Gat ekki stillt mig um að skanna inn þessa mynd þegar ég sá að Egill Helgason var að monta sig af syni sínum að lesa moggann í morgun. Aðrir bloggarar hafa verið að rifja upp á hvað þeir lærðu að lesa. Þá rifjaðist upp fyrir mér að Stína lærði eiginlega að lesa á Flóru Íslands og þótti afar gáfuleg þegar hún fór í pössun hér yfir götuna meðan við vorum í London og tók með sér Flóruna. Ég held að Flóran hafi orðið fyrir valinu hjá henni vegna myndanna og stakra orðanna sem fylgdu hverri; klett-a-stein-brjót-ur. Henni fannst voða gaman að komast fram úr svona löngum orðum. Á hvað lærði ég svo að lesa? Ekkert merkilegt, held ég, Gagn og gaman og þessar lestrarbækur, en mjög snemma var það. En ég man samt hvað mér fannst orðið guð asnalegt svona v-laust, og teið fannst mér ótuktarlegt orð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home