28.9.05

Ein á báti

Ég hef verið ein heima í dag. Það er svo sem ekki nýtt að ég vinni ein heima fyrri part dagsins, en í morgun fóru aðrir úr fjöldkyldunni vestur á Ísafjörð og koma ekki fyrr en í fyrramálið. Það hefur því verið fremur hljótt hér seinni part dagsins, og gott næði til að lesa orðabókartexta - þurfti sem sé ekki að láta mér leiðast, eða þannig.

Ég hef ekki fengið neinn tölvupóst síðan í fyrradag. Þar ber nýrra við. Skyldi fólk hafa vitað af þessari óvæntu einveru og ekki viljað trufla? Eða þorir enginn lengur að nota tölvupóst minnugt reynslu Jónínu?

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home