29.9.05

Að leika sér að málinu

Mikið hafa afar okkar og ömmur og þeirra afar og ömmur o.s.frv. haft gaman af málinu. Þetta er oft svo skemmtilega úthugsað, eins og kveðskapur svei mér þá. Dæmi: Klúturinn minn er týndur og tröllum gefinn, sagði einhver - svo var annar sem t.d. týndi handriti og sagði: Handritið mitt er týnt og tröllum sýnt - það bæði stuðlar og rímar. Svo fann ég í dag lýsingu á holdafari: honum er troðið í skinnið. Hvað ég kannast vel við þá tilfinningu!

Web Counter

2 Comments:

At 02 október, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með bloggið! Annars heyrði ég þetta um daginn: 'Það er skammgóður vermir að míga uppí vindinn'. Snilldar útfærsla :D Kv. Birna frænka

 
At 06 október, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Betur sjá augu en eyra.
Aldrei er góð ýsa of oft freðin.
Það eru uppáhaldsmálshættirnir hjá mér. Sá dularfyllsti hefur verið til umræðu í kunningjahópnum árum saman og enginn er neinu nær:
Betri er góður ostur en gæsavængir.
Ekki það, við andmælum ekki að ráði...

 

Skrifa ummæli

<< Home