Tóku þeir Jónas Árnason upp?
Mikið hlýtur að hafa verið gaman hjá hleraranum sem hleraði símann hjá Jónasi Árnasyni. Hann hefur örugglega lítið heyrt af kaldastríðspólitík en fullt af fyndnum samtölum hans og Jóns Múla, oft líka söng og tralll - þeir sömdu víst söngleikina sína meira og minna í síma bræðurnir.Það væri mikill menningarsögulegur fengur ef upptökur væru til, þó ekki væri nema af örfáum símtölum.
Hitt er svo annað mál hvað vakti fyrir þeim sem lét hlera. Hér eru nokkrar tilgátur:
1. Vildi hlusta á eitthvað skemmtilegt (slíkt var ekki að hafa hjá samherjum hans)
2. Vildi vita hvernig væri farið að því að búa til svona skemmtileg ljóð og lög (það gátu samherjar hans ekki)
3. Vildi reyna að búa til listamanna-McCarthy-isma hér eins og í USA
4. Trúði því virkilega að Jónas væri hættulegur (það finnst mér langósennilegast)
1 Comments:
Mæltu enn og aftur kvenna heilust. Séu upptökurnar til er rétt og sjálfsagt að gefa þær út, það er sama hvaðan gott kemur. Nú, og svo vissu allir sem vildu vita um alls kyns símahleranir og svoleiðis. Ekkert nýtt fyrir okkur sem erum eldri en tvævetur. Engar fréttir, herinn farinn, Davíð orðinn glóhærður bankastjóri og hvaðeina. Af hverju er verið að rifja þetta eldgamla símamál upp núna? Hvað stendur til?
Farðu svo varlega með axlirnar...
Skrifa ummæli
<< Home