5.4.06

Þar kom að því...

svo sem ekki neinu stórvægilegu, heldur því að upp er kominn raunveruleikasjónvarpsþáttur (ef slíkt er til) sem ég get horft á. Hef gert heiðarlegar tilraunir með allt frá Survivor til Djúpu laugarinnar (hér er ekki hægt að segja "upp í" eða "niður í"), en orðið frá að hverfa, líklega vegna meðfæddrar skynsemi og nokkurs þroska. En, eins og ég sagði, vígið er fallið. Ég horfi á Tískuþrautir, þar sem hópur fólks keppir í fatahönnun, og finnst þetta bara nokkuð skemmtilegt. Ég held með feita hommanum (auðvitað eru a.m.k. tveir slíkir þarna) og elsta þátttakandanum (að sjálfsögðu). Ég skal ekki kjafta frá hver vinnur þó að ég hafi heyrt það um daginn.

Óli er hins vegar samur við sig og fer í bíltúr meðan við mæðgurnar njótum stundarinnar.

Web Counter

4 Comments:

At 06 apríl, 2006, Blogger Þóra said...

Auðvitað fylgist þú með þessum þætti því það geri ég líka. Ég held með feita hommunum og svörtu stelpunni, síðhærði "chocko" gæjinn fer mest í taugarnar á mér.
Annars er ég leið suður á laugardag eða sunnudag og verð fram á þriðjudag. Verð að kíkja við hjá þér.

Þóra frænka

 
At 06 apríl, 2006, Blogger Helga said...

Elsku kellingin mín, komdu endilega í mat og svona. Lofarðu því?

 
At 06 apríl, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Svei mér þá, ég held að þið Reynir Þór séuð alveg náskyld.
Kveðja,
Ína

 
At 13 apríl, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Skil ekki alveg þessa athugasemd móður minnar. Hef nefnilega ekki enn horft á þessa þætti. En verð bara að segja: Fer svona sjónvarpsgláp ekki að setja heimilið á hausinn ef bensínverð heldur áfram að hækka?!?!?!

 

Skrifa ummæli

<< Home