20.3.08

Ímynd

Ýmsir hneykslast á óljósum fregnum um hópuppsögn kvenna hjá sparisjóðnum Byr. Þetta voru víst konur á mínum aldri, reyndar í starfi, öruggur vinnukraftur, hættar að vera óléttar, hættar að þurfa að vera heima yfir veikum börnum - og þá er þeim sagt upp - til að bæta ímyndina, og ráðnar 25 25 ára í staðinn. Í ljósi síðustu tíðinda úr fjármálaheiminum hér er ég ekki frá því að skynsamlegra hefði verið að láta 25 25 ára krakka fara og ráða 15 rúmlega fimmtugar í staðinn. Og þetta hefðu fleiri fjármálastofnair átt að gera og það fyrir nokkrum árum. Þá værum við kannski ekki í alveg eins djúpum skít og núna.
Það er annars alveg stórmerkilegt þetta með konur, karla, ímynd og aldur. Það þarf að yngja upp kvennahópinn til að bæta ímyndina en svo hangir Kaupþing á þessum heimska, gamla og ljóta Cleese og heldur að það sé svakalega flott (sbr. fyrri pistil frá 14. janúar í fyrra).

Þetta er skrifað á ættaróðalinu, komum í fyrradag og ég er búin að vera hálflasin síðan, með kvef og þvílíkan rolluhósta að hann ætlar mig lifandi að drepa og einnig alla nærstadda. Það fer því lítið fyrir fjallgöngum og annarri útivist að þessu sinni. En þetta er ósköp notalegt samt.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home