12.4.08

Ertu í gríninu?

Þetta var viðkvæði litlu stelpugálunnar í Stelpunum. Hitt og þetta hefur gerst og frést undanfarið sem hefur kallað þetta fram á varirnar á mér eða hér um bil. Til dæmis:

Verðlaunin sem forstetinn fékk. Ég hélt andartak að þetta væri aprílgabb en mundi svo eftir öllum samböndunum sem hann er búinn að koma sér upp á Indlandi á mörgum árum og mörgum ferðum þangað. Hvað er annars að marka önnur góðmenni heimsins og fjarskyldari okkur?

Hvernig Davíð lætur - þarf ekki frekari útskýringar við.

Söfnunin handa Hannesi. Mundi flokkurinn borga fyrir hann ef hann dræpi einhvern? Hversu alvarlegur þarf glæpurinn að vera til að buddan lokist?

Gjáin sem er búið að grafa austan megin við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut. Fjöldi trjáa hefur verið fjarlægður og þarna eiga víst að koma illa byggð fjölbýlisháhýsi úr forsteyptum einingum í hvelli. Hverjir kaupa fylgir ekki sögunni.

Maður getur hins vegar ekki talað um grín þegar yfirvöld samgöngumála eru annars vegar. Hvernig líður núverandi og tveimur síðustu samgöngumálaráðherrum núna? Hvað á það að kosta mörg mannslíf og marga menn ævilöng örkuml að almenningur má ekki fatta hvað það er fljótlegt að komast á Keflavíkurflugvöll á tvöföldum vegi og að tvöfalda verður hættuminni vegarspotta á undan hinum til að sleppa við umhverfismat og geta hleypt verktökunum strax í mótvægisaðgerðavinnu?

Vonandi eiga Halldór Blöndal, Sturla Böðvarsson og Kristján Möller andvökunætur af og til þessar vikurnar, meðan borarnir snúast norður í Héðinsfirði.

Web Counter

1 Comments:

At 12 apríl, 2008, Blogger Unknown said...

hmm... meira heyr, heyr!
já, og knús líka.

 

Skrifa ummæli

<< Home