Pelargóníur
Ég fékk pelargóníuæði í sumar, sem er eiginlega ekki runnið af mér enn. Ég kom mér upp fjórum sortum eða afbrigðum og vona að ég geti fjölgað þeim í sumar. Nú er safnið: ein klassísk rauð, laxableik, stór og blómviljug, ljósbleik með smærri blómum og fínlegri og loks ein með hvítum blómum, frekar litlum með litlum rauðum röndum eða dílum, vex dálítið til hliðanna og niður, líklega einhvers konar hengiafbrigði. Blöðin stíf og dálítið vaxkennd. Það voru áform um að klippa þessar elskur niður þegar haustaði en þær hafa bara verið svo fallegar og duglegar að blómstra að ég hef ekki tímt því enn. Planið er hins vegar að taka fullt af afleggjurum og vera tilbúin með fullt af nýjum blómum til að skella út á svalir í vor.
Mér er sagt að það sé soldið kellingalegt að hrífast af pelargóníum og það passar mér vel. Ég hugsa líka að það sé leitun að blómi sem er eins lítið 2007, og ekki er það verra
1 Comments:
Svei mér þá ef hún litla systir þín er ekki líka að breytast í kerlingu! Pelargóníur minna mig á mömmu og gamla húsið okkar á Melum, hvað er yndislegra?
Kveðja,
Didda systir.
Skrifa ummæli
<< Home