25.9.09

Húmor á 18. öld

Sá sem setti þessa lýsingu á sakamanni, fyrir hans þriðja hórdómsbrot, á blað á fyrri hluta 18. aldar hefur verið með húmorinn í lagi - takið sérstaklega eftir röð atriðanna í lýsingunni:

Af sýslumanninum úr Mýra sýslu, sr. Sigurði Högnasyni, lýst Gunnari Einarssyni frá Þverárhlíð í Mýra sýslu, útlögðum barns-föður af Guðrúnu Jónsdóttur, vinnukonu á Karlsbrekku í Þverárhlíð, hver hennar lýsing, ef sönn sé, þá væri hið sama Gunnars þriðja hórdóms brot; en hans auðkenni þessi:
Að vexti meðal-maður í lægra lagi, dökkur á hár og mump [skegg], brún og brá, með stutt slikings [lint] hár, búkgildur, hærður, sköllóttur, ennis-breiður, stór-eygður, rang-eygður, rétt-nefjaður, nasa-víður, vara-þykkur, munn-víður, höku-stuttur, allur grettur og hrokkinn í andliti, háls-digur, handa-gildur, fóta-stuttur, setningslegur og seinn í tali, takandi nef-tóbak, mjög vanfær og burða-lasinn, 82 ára gamall.
Óskar sýslumaðurinn Sigurður, að kongl. Majest. betientere [embættismenn] hér í landi færi þennan Gunnar, hvar sem hittast kann, til Mýra sýslu, uppá það um þetta barneignarmál kynni löglega að afgjörast. Lýsing þessi með sýslumannsins Sigurðar Högnasonar undirskrifuðu nafni er af 7. Julij þessa árs 1736.

Alþingisbækur Íslands.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home