11.10.05

Vanagangur á ný

Hér hefur orðið nokkurt hlé en nú tek ég upp þráðinn á ný. Mikið getur maður þakkað fyrir þetta venjulega og hversdagslega, eins og það að geta spásserað eftir Ægisíðustígnum alla laugardags- og sunnudagsmorgna, og meira að segja stundum í góðu veðri. Og að hafa fólkið sitt í kringum sig eins og venjulega.

En það verður líka að vera nöldur. Hræðilegt er að heyra í þessum krakkakvikindum sem þykjast vera fréttamenn á hinum útvarpsstöðvunum núna. Heyrði í einhverri stelpuskjátu um miðjan daginn sem hafði alls staðar t þar sem aldrei hefur verið borið fram t, meira að segja gerði hún líka t úr d. Minnti svolítið á Bubba og Egil Ólafsson þegar þeir voru að vanTa sig á árum áður.

Web Counter

2 Comments:

At 12 október, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Akkurru ertað ergjaðig á að HLUSTA á útvarp, elsku einyrki? Það er sko ekki HLUSTANDI áða og enginn lengur sem kann málið okkar á mjölfiðlunum, nema ef til vill Kristófer sem vandar sig um of, kannski er hann bara í viðbragðsstöðunni...

 
At 14 október, 2005, Blogger Helga said...

Elsku Ólöf, þetta er sjálfspíningarhvöt. Manstu ekki að um tíma fór ég inn á bloggið hjá Birni Bjarnasyni og ærðist í hvert sinn.

 

Skrifa ummæli

<< Home