8.9.06

Svartagallsraus eða heimur versnandi fer

Ágæt vinkona mín úr mínum geira, þó nokkrum árum yngri en ég, sagði mér frá því fyrir nokkrum árum að nú væri orðið áberandi í íslenskudeildinni í Háskólanum fólk sem væri mjög vont í íslensku. Þetta væru krakkar sem langaði til að verða blaðamenn, kannski þó helst af öllu Kastljósdúllur eða -dúllarar, og færi í deildina til að "láta laga í sér íslenskuna" því það hefði heyrt að það væri sniðugt að vera skrifandi og kannski talandi í svona störfum. Nú sækti ekki lengur í þetta nám eintómt fólk sem fékk alltaf 10 í ritgerð í menntaskóla, með ofuráhuga á bókmenntum eða málfræði o.s.frv. Ég held að þetta passi alveg. Það er líka alltaf að fjölga rithöfundum sem ekki geta skrifað en stóla á fólk (eins og mig) sem lagar úr því subbuskapinn og gerir hann á endanum útgáfuhæfan, eða hér um bil.

Kannski er unga fólkið þó hætt að leita sér lækninga í íslenskudeildinni núna, það veit að það fær samt að skrifa í blöðin, eins og dæmin sanna.

Web Counter

3 Comments:

At 08 september, 2006, Blogger Þóra said...

Ég held að það þyki jafnvel svolítið "hip og cool" að tala lélega íslensku. Maður er svo svalur að láta ekki lélega íslenskukunnáttu þagga niður í sér. Tjáningin er jú fyrir öllu hvort sem hún er falleg eða ljót.

 
At 08 september, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Á sama tíma er fullt af vel talandi og skrifandi ungu fólki sem hættir í skóla að því er virðist einungis vegna þess að það ber ekki nógu mikla virðingu fyrir menntastofnunum þessa lands. Já, og það náði heldur ekki mætingu.

 
At 13 september, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er ótrúlega margt hipp og kúl í dag. Og maður getur alveg misst sig yfir málfari og hvað þá hegðun annarra ;)
En mæli samt alltaf með því að reyna frekar að einblína á allt það jákvæða sem er í gangi. Það er ungt fólk að skapa, ungt fólk að mennta sig, hérlendis og erlendis, ungt fólk að ferðast til framandi landa, ungt fólk að miðla nýrri þekkingu og vitneskju til þeirra sem á undan komu :)

Það virðist vera manninum mjög tamt að einblína á hið neikvæða í fari annarra. Leitumst frekar við að sjá hið jákvæða í hvort öðru, hið góða og hvetja það til að vaxa og dafna :)

Knús, Þóra frænka í Dk.

 

Skrifa ummæli

<< Home