10.5.08

Breytum reglunum, kjósum borgarstjóra beint

Ég hlustaði á Krossgötur Hjálmars Sveinssonar í dag. Hann talaði þar lengi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðing. Þetta var frábært viðtal, enda bæði spyrjandinn og viðmælandinn mjög vel að sér og með skoðanir á efninu - sem var aðallega skipulagsslysið Hafnarfjörður. Eftir að hafa hlustað á þáttinn ályktaði ég sem svo:

1. Verktakar hafa ráðið öllu um skipulag eða öllu heldur skipulagsleysi síðustu árin.

2. Það er sjálfsagt ávöxtur þeirrar hugsunar að eignist maður eitthvað (eða láti hið opinbera gefa sér það) eigi maður óskoraðan rétt á því að gjörnýta það og fá af því hámarksgróða, hvernig svo sem það kemur niður á öðrum.

3. Hafnarfjörður hefur gleymst, enginn hefur getað varið hann, kannski af því allir voru uppteknir af leikritinu í Reykjavík.

4. Það verður að koma á samræmdu skipulagi fyrir allt Suðvestursvæðið.

5. Það ætti að kjósa borgarstjóra Reykjavíkur beint - og góður kandídat væri títt nefndur Sigmundur.

Web Counter

1 Comments:

At 23 maí, 2008, Anonymous Nafnlaus said...

Held að það væri lag að kjósa borgarstjóra fyrir allt höfuðborgarsvæðið! Ekki bara fyrir höfuðborgina sjálfa, sem þarf svo að vera í baráttu við misvitra stjórnmálamenn í hinum bæjarfélögunum. Hafnarfjörður er nú samt hátíð miðað við Kópavog sem faðir minn kallar alltaf Villta vestrið, og það sést af skipulaginu þar - eins og skotið hafi verið af stað í kapphlaup þar sem fólk hafi numið land og síðan bæjarfélagið þurft að byggja götur og aðra þjónustu í kringum landnámið!

 

Skrifa ummæli

<< Home