15.4.06

Skipulagið, enn...á ný

Einyrkjar eru svo sem flestum mönnum heppnari hvað varðar umferð um Reykjavík - eru ekki í henni heldur heima að vinna. Stundum slysast þeir þó út úr sínu hverfi, vesturbænum í þessu tilfelli, og þurfa t.d. að komast að og frá Landspítala háskólasjúkrahúsi eða hvað það nú heitir, og hvað gerist þá? Það er nú í fyrsta lagi að vera að koma austan og sunnan að, sem sé Bústaðaveginn, þá þarf sérstaka skarpskyggni eða reynslusögu þeirra sem fyrr hafa farið þessa leið til að átta sig á því hvernig er farið að, of flókið að lýsa því nánar.
Jæja, svo kemst maður inn á gömlu Hringbrautina - lýsi þeirri aðferð ekki nánar - og sér ekki betur en að allt sé sem fyrr, tvisvar sinnum tvær akreinar - úbbs, það var misskilningur, sem betur fór tókst mér með snarræði að sveigja yfir á hægri akreinina áður en tröllaukinn jeppi rakst hissa á mig.
HVAÐ VORU BORGAR- OG SJÚKRAHÚSSYFIRVÖLD AÐ HUGSA þegar ráðist var í þetta? Var einhver arkítekt með? Vill hann gefa sig fram?

Að allt öðru: Hefur einhver séð Hagatorgið? Það er stórt. Og autt. Við Óli vorum þarna á gangi um daginn og sögðum næstum i kór: Ósköp er þetta stórt torg, er ekki hægt að gera eitthvað við það? Og þá sagði ég, (held ég ekki í kór) af hverju ekki gera þarna rómantískt skautasvell á jólaföstunni eins og á Kongens Nytorv (vorum þar í desember) og jafnvel línuskautavöll á vorin?

Stakk þessu að Árna Þór Sigurðssyni þar sem hann var að bera með mér borð í Melaskóla um daginn en fékk ekki svar - svei mér, hann sagði ekki orð. Óttalegur þurs sýnist mér - enda búinn að vera í skipulaginu heila eilífð!

Web Counter

2 Comments:

At 18 apríl, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

ó mæltu kvenna heilust!
Skipulag og arkítektúr kexverxmiðjunnar væri verðugt rannsóknarefni fyrir mannfræðinga og jammvel sálfræðinga hvurnin sem á málin er litið...

 
At 21 apríl, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

það væri allavega hægt að byggja eins og eina blokk á hagatorginu, fyrir innan skautahringinn, úr því að það er alltaf verið að tala um þéttingu byggðar!

 

Skrifa ummæli

<< Home