5.5.06

Aðþrengdur einyrki

Skúring var löngu orðin mjög aðkallandi á þessu heimili og ég bætti loksins úr því í gær. Fyrst fór ég þó í ræktina. Þegar úr ræktinni kom hófst hreingerningin og ég ákvað að vera bara áfram í svitagallanum og ekkert að fara í sturtu fyrr en ég væri búin. Í miðjum klíðum varð ég eitthvað sloj, ekki frítt við að mig svimaði og yrði hálfóglatt. Mér datt í hug hvort ég væri nú að fá einhvern af ættarkvillunum en áttaði mig þó fljótt á því ég var býsna aðþrengd um efri hluta líkamans. Ég fékk mér nefnilega íþróttabrjóstahaldara um daginn og nennti ekki að máta hann, giskaði bara á númerið. Hann reyndist mjög þröngur. Þegar ég hafði losað um þessa spennitreyju hurfu óþægindin strax og nú "ilmar hér allt af hreinlæti" eins og Ajax-konan sagði í sjónvarpinu í gamla daga.


Ekki hefði ég viljað vera uppi á tímum reyrðu lífstykkjanna!

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home