4.5.06

Er "verið að innleiða" kerfi Schweitzers hér?

Einhvern tíma las ég ævisögu Alberts Schweitzers sem kom út í bókaflokknum Frægir menn. Þar var m.a. sagt frá því að á frumstæðum spítala Schweitzers þurftu alltaf einhverjir ættingjar sjúklinganna að vera hjá þeim og sjá um frumþarfir þeirra, mat og klæði o.s.frv. Þetta hefur óhjákvæmilega rifjast upp undanfarna daga þegar ég hef heimsótt foreldra mína sem bæði liggja nú á þónokkuð tæknivæddum Landspítala í Fossvogi. Við ættingjarnir höfum þurft að sinna ýmsum frumþörfum þeirra, annars hefði enginn gert það, og þær hjúkrunarmenntuðu í ættinni hafa rétt öðrum sjúklingum hjálparhönd líka. Við höfum fylgst með ættingjum annarra sjúklinga baða þá. Enn er ættingjum ekki uppálagt að koma með prímus og elda fyrir sjúklingana en er langt í það?

Mér sýnist það eina sem ekki er illilega vanrækt í heilbrigðiskerfinu vera banalegan, en sjálfsagt er þess ekki langt að bíða að "gæði hennar verði verulega skert" vegna fjárhagsvanda.

Web Counter

5 Comments:

At 05 maí, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Ég upplifði það um daginn og svo sem ekki í fyrsta skipti að það er ekki fyrir fárveika að vera inni á bráðamóttökunni, þar kom hver læknirinn og hjúkrunarfræðingurinn á fætur öðrum til að taka skýrslur og spyrja spurninga, en þegar kom að því að pabbi þyrfti sæng lá við að ég hefði verið fljótari að sækja hana heim, eins var það þegar læknirinn sem annaðist mömmu á dögunum vildi að hún fengi ristaða brauðsneið áður en hún færi heim, þá hélt ég að verið væri að þreskja kornið og baka brauðið! En við hverju má búast þegar ekki fæst fólk til starfa fyrir þau smánarlaun sem greidd eru.
Góðar kveðjur til ykkar allra,
Ína

 
At 23 maí, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Já, við hverju er að búast þegar forgangsröðun landsmanna er ekki á hreinu? Ég fylgist nú bara með úr fjarlægð, en ef marka má það sem ég sé þá sé ég mjög ríkt land. Land sem hefur efni á því að byggja hverja glæsibygginguna á fætur annarri, nýja vegi og brýr, hátæknisjúkrahús með tækjum sem hin norðurlöndin geta ekki látið sig dreyma um að hafa efni á, og nú það nýjasta, verður að færa flugvöllinn...eitthvað sem ég sjálf myndi svosem alveg vilja, ekkert æði að hafa þennan völl í miðri borg. En hvað mun það kosta? Og á meðan eru ekki til peningar til að borga hjúkrunarfólki hærri laun?

Þetta er allt voða skrýtið, svo ekki sé meira sagt.

Hilsen frá rigningunni í Danmörku. Þóra

 
At 22 mars, 2010, Anonymous Nafnlaus said...

It isn't hard at all to start making money online in the hush-hush world of [URL=http://www.www.blackhatmoneymaker.com]blackhat tools[/URL], You are far from alone if you have no clue about blackhat marketing. Blackhat marketing uses little-known or not-so-known ways to produce an income online.

 
At 07 febrúar, 2013, Anonymous Nafnlaus said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]uk online casinos[/url] brake the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]free casino bonus[/url] manumitted no set aside bonus at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]redeem casino
[/url].

 
At 26 febrúar, 2013, Anonymous Nafnlaus said...

[url=http://www.23planet.com]online casino[/url], also known as agreed casinos or Internet casinos, are online versions of acknowledged ("buddy and mortar") casinos. Online casinos approve gamblers to tone down and wager on casino games from stem to stern the Internet.
Online casinos normally submit on the bazaar odds and payback percentages that are comparable to land-based casinos. Some online casinos instal forth higher payback percentages in the line of downheartedness ploy games, and some announce payout sherd audits on their websites. Assuming that the online casino is using an correctly programmed indefinitely epitomize up generator, disregard up games like blackjack necessity an established congress edge. The payout participation during these games are established erstwhile the rules of the game.
Innumerable online casinos sublease out or focus their software from companies like Microgaming, Realtime Gaming, Playtech, Supranational Dodge Technology and CryptoLogic Inc.

 

Skrifa ummæli

<< Home