10.8.06

Byggðir og óbyggðir

Nýja IKEA-skemman í Garðabænum er í rauninni uppi í Heiðmörk. Hugsið ykkur, að fara í IKEA í Heiðmörk! Þar ekki langt frá er Hvaleyrarvatn, til skamms tíma afskekkt, og ekki langt frá vatninu ekur maður allt í einu fram á fótboltavöll, grænan og fagran, og ekkert nema hraun allt í kring. Þetta upplifði ég í smábíltúr eftir kvöldmat í gær. Þetta var svolítið súrrealískt, get ekki neitað því.

Því miður fundum við ekki sæta sumarbústaðahverfið þeirra Hafnfirðinga sem við ókum í gegnum fyrir nokkrum árum. Kannski það sé orðið að miðju einhvers nýja hverfisins?

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home