15.8.06

Flugdrekahlaup á Ægisíðu

Við Lilla systir fórum á ylströndina í dag í góða veðrinu með nokkrar dætur okkar. Svo tókum við systur góða rispu um Skjólin og -vallagöturnar. Þegar Lilla var farin hjóluðum við Óli austur í Fossvogskirkjugarð. Sólin var komin langleiðina niður að sjónum á bakaleiðinni og það voru þónokkrir flugdrekar á iði á Ægisíðunni. Við tókum sérstaklega eftir tveimur litlum systkinum með mjög sprækan dreka. Ég er viss um að þau muna alltaf þessa stund, flugdrekann, vindinn, sólina, sjóinn og grænt grasið á Ægisíðunni.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home