23.5.08

Gróðurfréttir

Túlípanar hér í garðinum eru misjafnlega vel á sig komnir. Undir vinnpöllunum pluma þeir sig vel, enda skjólið gott, en eru heldur niðurlútir þegar fjær dregur húsinu. Allar liljur hafa staðið sig vel í vor. Silfurhnappur er að byrja að blómgast.

Djásn garðsins, bóndarósirnar, virðast ætla að blómstra eins og í fyrra, sú dökkrauða með 13-14 knúppa og sú yngri, bleika, er aftur með tvo.

Svo eru það stórfréttirnar úr garðinum: Gullregnið sem beðið hefur verið eftir í nokkur ár að blómstri skartar nú sprotum sem geta ekki verið neitt annað en blómaklasar. Þetta vekur mikinn fögnuð húseigenda. Í framtíðinni, þegar það verður orðið hærra og meira um sig, er svo ætlunin að koma fyrir boga við hliðina á því þar sem það stendur við stéttina upp að húsinu og láta það mynda eins konar hlið, í líkingu við þessi göng. Ég hef fært ýmsu fólki þessi tíðindi af gullregninu. Margir hafa samglaðst mér en furðu margir segja bara eitthvað svona: "Hnuh, gullregn, er það ekki eitrað?"

Web Counter

1 Comments:

At 23 maí, 2008, Anonymous Nafnlaus said...

Elsku frænka,

ég segi bara guði sé lof fyrir stillansa! Hehehe! Góða skemmtun á morgun og áfram Ísland auðvitað!

 

Skrifa ummæli

<< Home