13.9.06

Íslenskur sköpunarkraftur og þjóðhagsspá

Hún Þóra Huld frænka mín minnir mig á að það megi vera jákvæður líka. Ég veit nú ekki hvort þessi færsla er í mínus eða plús, fer eftir því með hvernig hugarfari hún er lesin, kannski. En, sem sé, ég heyrði óvart í fréttum í dag að vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd (heitir það annars ekki það enn þá?) hefði verið mun skárri en spáð hafði verið í þjóðhagsspá. Hvað höfðu menn svo misreiknað? Jú, þjónustu við útlönd, sem líklega byggist að mestu á íslensku hugviti og sköpun. Menn hafa sem sé gleymt að reikna með aukningu þar, líklega haldið að allir færu að rótast í góðærisbyggingavinnu fyrir sunnan og stíflugerð fyrir austan, eða kannski óskað þess að þeir færu í það. Það er auðvitað áþreifanlegri iðja en að sitja við tölvu og dútla sér ...

Þetta minnir mig á Draumalandið, þar sem Andri Snær bendir á hvað mætti gera rosalega miklar tilraunir með alla mögulega og ómögulega hluti sem frjóu ungu fólki detta í hug - og mistakast flestar - til að skapa störf sem væru jafn mörg eða fleiri en í fabrikkunni fyrir austan - og tæki margar aldir að ná þeim upphæðum sem hún kostar.

Web Counter

2 Comments:

At 14 september, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er annars konar kraftur sem þarf að fara að virkja betur á Íslandi. Hann kallast líklega mannauður, illmælanlegur en mikill auður. Hef enn ekki lesið Draumalandið og því svolítið út úr í umræðum um hana. En ég styð það að kominn sé tími á að virkja betur fólk, frekar en virkjanir. Og vonandi fara þær "virkjunarhugmyndir" að fá betri hljómgrunn hjá ráðamönnum.

 
At 14 september, 2006, Blogger Þóra said...

Komst ekki til þín í gær í Bráðarvaktarvöku. Var nefnilega boðin mat í Grafarvoginn.
Tek frá næsta miðvikudagskvöld.

Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home