15.2.07

Vetrarkyrrð

Mikil lifandis ósköp var fallegt fyrir norðan um helgina, logn frost og bjartviðri. Svo var dálítill snjór yfir öllu og hann var af mjög svo óvenjulegri gerð, í flögum frekar en kornum, sem gerði það að verkum að það glitraði á hann eins og demöntum hefði verið stráð yfir allt og þetta sat á öllum stráum líka. Úti um allt voru refaslóðir og fugla- og þegar við Ingunn gengum gamla-nýjavegarhringinn sáum við fullt af ótrúlega fíngerðum sporum í vegkantinum út að Fögrubrekku sem við giskuðum á að væru eftir hagamýs.

Auk þess að dást að þessum listaverkum náttúrunnar dáðumst við að bústað þeirra systra við ána sem er alveg að verða tilbúinn, borðuðum góðan mat og drukkum ágætis vín.

Þegar við renndum af stað upp heiðina á leiðinni suður hafði hvesst svolítið og allt var fokið af stráunum, eins og hendi væri veifað.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home