3.1.07

Föstur og hreinsanir

Ég sá í sérstöku aflausnarblaði moggans eftir jólin sem kom í morgun að föstur, niðurgangur framkallaður með tei og stólpípur eru "inni" núna. Annars merkilegt hvernig fanatík sumra hollustupostula þróast. Sjáið t.d. Jónínu Ben og þessa næringarþerapistakonu. Jónína byrjar á sprikli, fer svo út í að boða sjálfsstyrkingu (auður í kjafti kvenna) og boðar nú niðurgang og ýmsar aðrar pyndingar í þeim anda í Póllandi. Hugsið ykkur - að borga stórfé fyrir að fara til útlanda til að láta svelta sig og sitja með skitu á klósettinu dögum saman!

Næringarþerapistakonan boðaði fyrst hollmeti og lífræna hreina fæðu (= úr Yggdrasli) en er nú búin að hrófla upp skitubúðum einhvers staðar á Suðausturlandi. Sjálf er hún orðin ákaflega tekin í framan, eins og Solla. Engin þessara kvenna þorir að boða uppköst, það er líklega of rækilega stimplað sem geðveiki. En er sjálfsáskapaði niðurgangurinn ekki alveg sama geðveikin þegar allt kemur til alls?

Web Counter

5 Comments:

At 05 janúar, 2007, Anonymous Nafnlaus said...

Eins og talað úr mínu hjarta.
Ég held að ætti að koma þessu inn í umræðuna um átröskunarsjúkdóma sem börn allt niður í 9 ára aldur eru farin að glíma við. Hverju er um að kenna???? Það eru allir að reyna að græða á einhverju, þetta er greinilega það nýjasta og fólk er svo auðtrúa að það er sorglegt.
En takk fyrir síðast mín kæra og við hittumst bráðlega aftur.
Kveðja,
Ína

 
At 05 janúar, 2007, Blogger Harpa Jónsdóttir said...

Nú og ef fólk vill endilega vera með drullu er þá ekki gamla góða laxerolían ódýr og handhægur kostur ;)

 
At 05 janúar, 2007, Blogger Helga said...

Eitthvað rámar mig líka í smáfrétt um að frægt fólk væri farið að fá sér orm í megrunarskyni. Sel það nú ekki dýrara en ég keypti ...

 
At 06 janúar, 2007, Blogger reynir said...

Það var allavega sagt um Mariu Callas að hún hafi fengið sér orm til að halda línunum! Gleðilegt ár!

 
At 07 janúar, 2007, Blogger Unknown said...

Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu!

 

Skrifa ummæli

<< Home