22.12.06

Smákvikindisskapur

Get ekki að mér gert, frekar en margir aðrir bloggarar, vegna fréttarinnar um barnið sem konan vissi ekki af. Þetta er fín hugmynd fyrir verslunarmannafélagið eða hverjir það nú eru sem eru með sjónvarpsauglýsinguna þar sem konan heldur áfram á kassanum oní jólakvöldverðinn. Það yrði þá kona lon og don á kassa og svo bara allt í einu komið barn án þess hún taki eftir.

Web Counter

1 Comments:

At 25 desember, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Stóðst ekki mátið núna á jóladagskvöld að kíkja inn á bloggið þitt frænka hef ekki gert það mánuðum saman en einhvern veginn er það svo að á jólum hugsa ég meira til fjölskyldu minnar frá Melum en aðra daga.
Yndislegt að lesa þessa pistla þína frænka. Sannfærir mig enn betur um að það er tími til kominn að þú skrifir endurminningabók. Um hvernig það var að alast upp í sveit í Hrútafirði á tuttugustu öld. Kannski ekkert ósvipað "concept" og Ingunn Jónsdóttir frænka okkar gerði. Þessir tímar eru svo fjarlægir lífinu í dag að þeir eiga erindi við nútímann - algjörlega sannfærð um það. Treysti engum betur til þess að gera þetta en þér sem að því er virðist manst alla hluti ofan í kjölinn. Taktu þetta til alvarlegrar umhugsunar frænka - ekki að segja þetta í neinu gríni. Dásamlegt að lesa um jólaundirbúninginn og flatbrauðið hennar mömmu þinnar sem eins og Ína frænka minnist á - var í mínum minningum himneskt - ekkert minna.
Gleðileg jól frænka og þið allar hinar frænkurnar og frændurnir sem villist hingað inn.

 

Skrifa ummæli

<< Home