Jólalegt nafn
Fór allt í einu að hugsa um það á síðustu sunnudagsgöngu minni hvort ekki væri komin einhver lítil Helga Nótt. Þetta hefði verið tilvalið nafn á jóladellukonu eins og mig. Hugsið ykkur líka ávarp eins og: "Ó, Helga Nótt, viltu rétta mér sósuna?" yfir jólasteikinni.Ég nefndi þetta við dætur mínar en þeim fannst þetta ekkert sniðugt. Ég er ekki með aðgang að þjóðskrá en á Netinu talar einhver um ein Helga Nótt sé þar. Sú hlýtur að kætast í desember!
8 Comments:
Já afar jólalegt nafn. Það er ein skráð í þjóðskrána fædd árið 2004.
Kveðja,
Kalli.
Komdu sæl kæra systir.
Og áfram með íslenskt mál....Ég heyrði einn góðan íþróttafréttamann segja í sjónvarpi um daginn að einhver væri alveg "arfagóður". Við tölum um arfaslakan er það ekki? Er öll merking íslenskra orða meira og minna farin að snúast við, samanber ógeðslega gott og alveg geðveikt sem eitthvað alveg frábært.
Kveðjur að vestan,
Didda.
Hihihi, mömmu dreymdi einmitt nafnið Helga Lind þegar ég gekk með Elísabetu Mist. Henni fannst það alveg skelfing og lét mig auðvitað heyra að það væri ekki boðlegt nafn á litla stúlku :Þ
En elsku frænka, þú mátt endilega hafa samband við mig ef þú getur á netfangið torahuld@gmail.com. Er með smá erindi...
Kveðja, Þóra frænka í Baunaveldi.
Við Óli erum oft að fíflast með Svala Lind og Eiður Sær; finnur þú kannski nokkur stykki af þeim, Kalli?
Blessuð mín kæra, svona til að taka þátt í umræðunni þá hef ég séð ótal nöfn sem ég vildi ekki bera s.s. Hafalda, Himinbjörg, Friðsemd, Fura Ösp, Rita Hvönn, Ugla, Aþena hvað þá að heita Aþena Ugla. Ég hef ekki fundið Eið Sæ en það eru til nokkrar Svölur Lindir.
Þá eru Myrkvi, Bjartur Logi og Bjartur Eldur. Svo veit ég að Ingunn þekkir til hans Eilífs Friðar.Kveðjur frá Ínu
Helga Nótt er alveg brill!
Svo var það amman sem fyrir svona 20 árum var við skírn og barnið fékk nafnið Eva Brá - ömmunni heyrðist þetta vera nafn á ástkonu einræðisherra nokkurs...
Hahaha dóttir mín heitir Aþena Ugla og ég sko meira en ánægð með að hafa valið það nafn.
Gjörsamlega elska það.
Ég heiti Helga Lind og hef aldrei heyrt að nokkrum manni finnist það eitthvað afbrigðilegt og ekki get ég séð að Elísabet Mist sé eitthvað eðlilegra.
Skrifa ummæli
<< Home