24.11.08

Hvað gerðist fyrir Landsbankann, Glitni og Kaupþing?

Þetta er ein af þeim stóru spurningum sem Fjármálaeftirlitið reynir að svara á heimasíðu sinni (hér). Ég veit að það lýsir ægilegum fordómum og málfarsfasisma og allt það - en er þetta samt ekki ákveðin vísbending um þroskastig þeirra sem áttu að passa okkur fyrir bönkunum? Ég ætla ekki að gefa neinar yfirlýsingar um greindarvísitöluna.

Web Counter

2 Comments:

At 28 nóvember, 2008, Anonymous Nafnlaus said...

jæja frænka mín, bara smá ljós punktur í tilveruna. Hjá mér, nánar til getið í frystikistunni, eru 7 rjúpur í jólamatinn þinn.
Ég er margbúin að biðja Hörð að láta þig vita en hann gleymir því alltaf.
Heyrumst, kveðjur í bæinn.

Elsa frænka

 
At 28 nóvember, 2008, Anonymous Nafnlaus said...

átti að vera "nánar til tekið"!

 

Skrifa ummæli

<< Home