14.11.08

Flauelsbyltingu, takk

Í ljósi síðustu tveggja forseta eða svo (mér er sama þó að ekki megi tala illa um Vigdísi, ég kaus hana, allt í lagi) var ég komin á það að hætta að hafa svoleiðis. Svo heyrði ég í manni um daginn í útvarpinu, mitt í öllum hörmungunum, og fann að það væri, þrátt fyrir allt, gott að hafa góðan mann fyrir forseta (já, ég veit að Vigga er besta kelling). Ég vil sem sé gera flauelsbyltingu* sem mundi hefjast á því að gera Pétur Gunnarsson rithöfund að forseta. Hann er gáfumaður úr alþýðustétt, vel menntaður, frábær stílisti, og góður maður sem vill þjóð sinni og öllum heiminum vel. Ég ætla ekki að gera svo lítið úr mér eða Pétri að fara að líkja honum saman við það sem nú lafir á Bessastöðum.

*Fyrir þá sem eru með gullfiskaminni, þá var það kallað flauelsbylting þegar Tékkar hættu að hafa kommastjórn.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home