26.9.08

Einyrkjadruslur

Ég hrökk svolítið við þegar þegar ég sá í fyrsta skipti í gærkvöldi nýju Prentmet-auglýsinguna með Jóni Gnarr, um forréttindin sem í því felast að geta unnið heima hjá sér. Ég er farin að minna óhugnanlega á prentarann góða, fer lítið út úr húsi, er í flónelsnáttbuxum, ullarsokkum og velktri flíspeysu fram eftir öllum degi og með ógreitt hár.

Sjálfsagt lagast þetta ástand ekki fyrr en byggingarframkvæmdum er lokið og búið að yfirhala hæðina líka. Þá ætla ég að fara í karríerkvinnudragt á hverjum morgni og vera fín eins og hæfir húsnæðinu. (Sem minnir mig á það hvað gömlu karlarnir sem áttu Ístak voru mikið stílbrot í nýja glæsihúsinu á Engjateignum í flókaskónum sínum og vestispeysunum.)

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home