22.9.08

Langleiðinlegur moggi

Það er langt síðan ég fattaði að það á mjög vel við að nota þetta lýsingarorð í frumstigi um moggann. Það átti einstaklega vel við um sunnudagsmoggann núna. Hverjir lásu spenntir systkinaviðtalið við Sigurð Kára og systur hans? Ætla moggamenn aldrei að fatta hvað svona viðtöl við systur, mæðgur, feðgin o.s.frv. eru innilega óspennandi, jafnvel þó að báðir helmingarnir séu í Flokknum (eða kannski einmitt þess vegna)?

Pétri Blöndal finnst kannski konfliktarnir í löggunni spennandi, en er hann búinn að greiða almennilega úr þeirri flækju? Tvær opnur um efnið, sem ekki er vinnandi vegur að hafa sig í gegnum, benda til að svo sé ekki.

Skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar sem einhver var að fá úr viðgerð? Tekst einhverjum kannski að gúggla það upp að þetta sé óvart ekki púlt Sveinbjarnar heldur einhvers Jóns í Grjótagötu? Hverjum er annars ekki sama?

Svo tókst þeim enn einu sinni að vera með platskúbb á forsíðunni, "fyrsti æskukveðskapur" HKL (hverjum stendur annars ekki á sama um hann?) var óvart eftir einhvern kall norðan úr Húnavatnssýslu, kom í ljós með því að gúgla það!

Maður sér vel nýtnina: viðtalið út af húsinu á þakinu (sem er orðið hálfþreytt) færði þeim póesíbókina með "æskuljóðinu". Ein ferð ofan úr Hádegismóum gaf þeim efni í tvær "rosagreinar", kannski þeir hafi þefað upp skrifpúltið í sömu ferð.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home