Endurteknar endurtekningar
Furðulegt, en í dag rakst ég á tvær greinar í fréttablaðinu þar sem kaflar höfðu óvart verið endurteknir. Ég fann þetta líka í Séð og heyrt í röðinni í Bónus. Svo tók ég áðan fram bunka af gömlum húsbúnaðartímaritum sem ég á, opnaði eintak af Hús og híbýli, og það fyrsta sem ég sé er grein um baðinnréttingar þar sem sami liður kemur tvisvar sinnum fyrir í margra liða upptalningu.Hvað ætli þetta boði? Að hvítabirnirnir verði fjórir, eða streymi hingað endalaust?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home