17.9.08

Dýr dropi

Bensínmælirinn á Yarisnum mínum var farinn að blikka í fyrradag þegar ég gat loksins skroppið á bensínstöð. Ég stimplaði 6000 kr. inn á sjálfsalann, persónulegt met, og hóf svo dælingu. Þrátt fyrir fagmannlega takta frá bensíntittstíð minni í Brú endur fyrir löngu tókst mér ekki að troða á bílinn "nema" fyrir 5995 kr. Með það fór ég. Ég átti svo erindi inn í heimabankann í gær og sá þá tvær færslur á debetkortinu: 6000 og 5995, báðar frá 15. 9. og með sama færslunúmeri, tilvísunarnúmeri og öllu því. Ég náði sambandi við N1 í morgun. Þar tjáði mér drengur að þetta gæti stundum gerst. Ég bað hann að leiðrétta þetta. Nei, það gat hann ekki, það á bankinn að gera, sagði hann, og þeir gefa sér níu daga til þess!

Þau eru víða framin bankaránin þessa dagana. Ég segi ekki meira!

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home