3.11.08

Skynsamt og hugsandi fólk

Mikill léttir var að hlusta á fjórar skynsamar manneskjur tala saman um "ástandið" í Víðsjá Ríkisútvarpsins á föstudaginn, undir styrkri stjórn Eiríks Guðmundssonar og Guðna Tómassonar. Þetta voru Salvör Nordal, Sigríður Þorgeirsdóttir, Ármann Jakobsson og Pétur Gunnarsson. Einhvern veginn tókst þeim að nálgast þetta á allt annan og víðsýnni hátt en þessir stjórnmálamenn og hagfræðingar sem stöðugt er verið að kalla til. Ég hvet þá sem misstu af þættinum til að hlusta á hann á Netinu, sem fyrst, áður en hann verður tekinn þaðan.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home