Heim-á-ný-flokkurinn
Einhvern tíma þegar mér blöskraði sem mest yfirgangur Ísraelsmanna í Palestínu fékk ég þá hugmynd að við Íslendingar ættum að stofna flokk eða hreyfingu sem krefðist landa og einhverra valda í Noregi, svo og hlutdeildar í olíunni, auðvitað. Hann átti að heita heimánýflokkurinn. Við höfum enn yngri, og mætti ekki segja traustari heimildir, um uppruna okkar á þessu svæði en Ísraelsmenn um "sín lönd" og ættum því sanngjarnari kröfu til Noregs en Ísraelsmenn til Ísraels.Nú sýnist mér vera orðið fullkomlega tímabært fyrir okkur að reyna "Noregsleiðina", ekki beinlínis í auðgunar eða útrásarskyni, heldur til að reyna að bjarga almenningi og losa hann undan liðónýtum og gjörspilltum stjórnmálamönnum og öllum þeim stjórnlausu spillingaröflum sem virðast fá að grassera áfram í rústum þess sem einhvern tíma átti að heita íslenskt samfélag.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home