17.11.08

Landráð í íslenskum lögum

Vitið þið hversu oft orðið "landráð" kemur fyrir í íslenskum lögum?
Einu sinni í lögum um lagagildi varnarsamnings milli Íslands og Bandaríkjanna og um réttarstöðu liðs Bandaríkjanna og eignir þess (Til brota gegn öryggi Íslands eða Bandaríkjanna teljast: 1. landráð;...)

Einu sinni í lögreglulögum (2. Sérstök verkefni sem ríkislögreglustjóra ber að hafa með höndum eru: a. að starfrækja lögreglurannsóknardeild sem rannsakar skatta- og efnahagsbrot, b. [að starfrækja lögreglurannsóknardeild og greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess og leggur mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi]

Einu sinni í almennum hegningarlögum; þar er kafli sem heitir þetta:

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
...
88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)
1)L. 82/1998, 21. gr. 2)L. 47/1941, 1. gr.
...

97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.


Þetta eru undarleg lög, svolítið eins og þau hafi orðið til í hausnum á Birni Bjarnasyni, snúast mestan part um njósnir og móðganir við erlendar þjóðir (sbr. dóminn sem Þórbergur fékk um árið fyrir móðgandi ummæli um Hitler). Það er auðvitað passað að hafa hvergi neitt sem kemur lögum yfir handónýt stjórnvöld og forherta fjárglæframenn sem koma þjóð sinni á vonarvöl. Og 97. gr. er auðvitað alveg óborganleg.

"Þar hvarf sú von" að hægt yrði að sækja þetta pakk til saka fyrir landráð.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home