31.3.06

Skýringin á því að...

ég hef ekki látið neitt frá mér fara að undanförnu - ja, ég veit ekki hvað skal segja. Kannski það að þörfinni fyrir góðan texta hefur verið ansi vel fullnægt að undanförnu (sbr. umsögn um Draumalandið hér um daginn) og annríki mikið sem einnig hefur komið fram. Ég viðurkenni að í þessu felst visst yfirlæti, sem sé gefið í skyn að texti höfundar geti verið góður texti, en skítt með það. Nú er ég að prófarkalesa biblíuna og það ER GAMAN! Ég er að lesa apokrýfu, í fyrsta skipti, og nýt hér um bil hvers augnabliks.

Á náttborðinu hímir hins vegar annað bindi Stephans G. Já, ég er búin með það fyrra. Ég ætla að klára báðar bækurnar, en verða að viðurkenna að mér finnst þetta ekki neitt sérlega vel skrifað hjá Vidda, mínum gamla félaga (byrjaði um leið og ég í íslenskudeildinni). Kannski er það vegna þess að einhvern veginn rennur allt saman í einn graut, kvæði, ævi og saga. Byggingin á t.d. Einari Ben., og ég tala ekki um Halldóri Laxness (Halldórs), er miklu betri og aðgengilegri.

En mikið er það gaman að nú er búið að afgreiða þetta með jólabókaflóðsverðlaunin, þau fær auðvitað Andri Snær, nema kannski að Biblían ryðjist óvænt fram fyrir hann. Aðrar bækur ættu ekki að veita samkeppni ef allt er með felldu - sem auðvitað aldrei er hér - og nú hætti ég!

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home