3.8.06

Í sporum Sigurjóns digra, eða Borðeyrarhátíð 2

Þið munið hann í Með allt á hreinu, þar sem hann kvartaði yfir vörusvikum hljómsveitarinnar: Hvar er Dýrleif og töfrabrögðin, hvar ... (var það ekki þannig) - hvað um það. Einhvern veginn þannig leið mér á Borðeyrarhátíð um daginn þegar Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds upphófu skemmtiatriði sitt. Ég veit að Raggi Bjarna er rúmlega sjötugur. Ég heyrði líka um daginn að Raggi Bjarna hefur alltaf átt erfitt með að muna texta. Ég heyrði líka þá að Raggi Bjarna á gommu af gulnuðum textablöðum(kannski í hagkaupspoka) sem hann grípur til þegar allt um þrýtur. Þess vegna varð ég öskureið þegar karlhróin spiluðu á það á umræddri hátíð að Raggi á svona gasalega erfitt með að muna texta! Hann byrjaði á hverju laginu á fætur öðru en rak svo í vörðurnar og lét kerlingakrans úr sveitinni bjarga sér. Ég veit hins vegar að hann var keyptur á staðinn fyrir heilmikinn pening. Þá var lágmark að hann tæki helvítis textapokann með. Ef hægt er að tala um vörusvik þá var það þarna. Ég er viss um að Ellý Vilhjálms og Svavar Gests hefðu snúið sér við í gröfinni ef þau hefðu heyrt þetta. Raggi Bjarna og hinn, nenni ekki að nefna hann, ættu að skammast sín. Þetta var líka svo mikill óþarfi því Raggi er flottur enn - ef hann vandar sig.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home