1.12.06

Desemberáætlun


Hún er mjööög lausleg, en ég hef samt ákveðið að baka ekki smákökur fyrr en rétt fyrir jól. Þar syndi ég á móti straumnum. Segja ekki allar frægu mjónurnar sem er talað við í glönsurunum og jólablaði moggans að það sé svo yndislegt að maula smákökur alla aðventuna? Hnuh, það held ég þær geri það! Reyndar var ein athafnakona í aðventuviðtali fyrir nokkrum árum og sagðist kaupa deig og skella á plötu, svona til að fá lykt í húsið. Það fannst mér passa, hún leit einmitt út eins og hún hefði alla tíð bara fengið reykinn af réttunum. (Þau eru súr, sagði refurinn, fyrirgefið.)

En - ég ætla sem sé í stað baksturs að framleiða enn fleiri jólakort (ég get farið að selja í Kolaportinu ef þetta heldur svona áfram) og kannski búa til eitthvert skraut og svona, gera bara það sem mér finnst skemmtilegt. Ég fæ aldrei þessa "vera búin að öllu" tilfinningu, það má ég eiga. Myndin er af stælingu á köku sem Nigela gerði einu sinni í sjónvarpinu og ég er búin að hafa í eftirrétt á gamlárskvöld í nokkur ár.

Web Counter

1 Comments:

At 05 desember, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

já og jæja, það er búið með allan bakstur hjá mér hef ekki bakað köku í mörg ár! er hrædd um að ég geti ekki einu sinni rifjað þá kunnáttu upp að auki er laufabrauðið dottið upp fyrir og þá er nú fokið í flest skjól. Það er spurning hvort ég færist í aukana þegar ég fer að eyða hluta aðventunnar fyrir norðan! breyttir tímar má segja annars er áætlað að fara norður á annan í jólum og vinna í þessa daga sem gefast á milli hátíðanna.
Kærar kveðjur frá Elsu frænku
p.s það var ein að skoða myndina sem ég tók af ykkur Ínu um daginn og fannst að þú værir mjög lík mér.

 

Skrifa ummæli

<< Home