7.2.06

Breskir bófar og íslenskir meðallúðar

Við hjónin horfðum í gærkvöldi, eins og oft áður, á gamlan breskan sakamálaþátt á DR1. Aðalpersónan er snjöll yfirlögreglukona, Jane Tennyson, sem gamall vinur minn segir að sé lík mér. Við hjónin erum nú ekki eftirtektarsöm þegar við horfum á svona lagað, props má hverfa milli atriða án þess að við föttum það, kannski helst gamlar brellur sem við sjáum í gegnum, eins og t.d. fuglar Hitchcocks. En allt í einu tók Óli eftir einu í gær. Það var að hefjast bílaeltingaleikur, bófarnir vinda sér af stað á undan löggunum og - gefa stefnuljós með góðum fyrirvara! Þetta fannst okkur nú ekki mjög sennilegt. En kannski er bara umferðarmenningnin svona góð í Bretlandi; að jafnvel erkibófar passi upp á stefnuljósin, innrætingin svona sterk. Munur eða íslensku meðallúðarnir, sem ekki gætu stolið eins og einu vínberi en nota aldrei stefnuljós.

En kannski leikarinn hafi bara verið svona góður strákur.

Í gær átti ég 20 ára reykbindindisafmæli! Sýnist ég búin að græða á þessu 5.475.000 kr. Miða þá við 750 kr. á dag (einn og hálfan pakka, 500 kr. stykkið). Nú fer ég og fæ mér eitthvað sætt!

Web Counter

1 Comments:

At 08 febrúar, 2006, Anonymous Nafnlaus said...

Nej, hold nu op, tænk bare, helt utroligt, du! í gær átti ég fimm ára reykbindindisafmæli !
Bíð í fimmtán ár og fæ mér eitthvað sætt, tíhí... nema hvað ég reykti náttlega miklu meira en þú og er því fljótari að græða, eða hvað?

 

Skrifa ummæli

<< Home