12.1.06

Húsfreyjubrauð

Þegar húsfreyjan Elísabet systir mín kom færandi hendi í jólaboð fjölskyldunnar um daginn með svona brauð (sem hún fékk uppskriftina að hjá mér fyrir löngu) kom upp húsfreyjan í mér svo ég bakaði það núna í vikunni. Því birti ég hér þessa ágætu uppskrift, og líka vegna þess að ég hitti konu um daginn sem mundi að ég bakaði stundum í gamla daga. Hér er uppskriftin:

1 dl hörfræ
1 dl sesamfræ
2 dl sólblómafræ
1 dl rúgkjarnar

Sett í bleyti yfir nótt. Blandan sett í skál með 50 g af pressugeri eða pakka af þurrgeri, 7 dl volgu vatni, 1/2 dl hveitiklíð, smásalti ef vill og 1 eggi. Hveiti hnoðað upp í þar til orðið er að deigi, en má vera nokkuð lint. Látið lyfta sér í skál góða stund. Hnoðað (með hveitviðbót hugsanlega) í 7 kúlur. Látið lyfta sér. Bakað við 225° C. Mjög skemmtilegt brauð í boðum, gjarnan með góðri súpu. Krökkum þykir þetta mjög gott.

Upphaflega fann ég þetta brauð í tímaritinu Húsfreyjunni sem móðir mín kaupir. Það er skýringin á nafninu.

Web Counter

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home