16.12.05

Að heilsast og kveðjast

Ég hef verið að pæla svolítið í því að undanförnu hvernig fólk heilsast og kveðst. Ég er til dæmis tíður gestur í ræktinni. Þegar ég kem (heilsa) segi ég yfirleitt góðan dag(inn) og stelpan í afgreiðslunni segir góðan daginn eða hæ. Ég tek samt betur eftir kveðjunni (þegar ég fer). Þegar ég hef sagt bless, sem ég hef gert í margar vikur, segir stelpan bæ. Svo prófaði ég í nokkur skipti að segja bæ. Hvað haldið þið að hún hafi sagt? Hún sagði bless! Þetta er orðið að dálítið pirrandi stærðfræði. Þegar maður heilsar er svarað í sömu mynt, þegar maður kveður er passað að svara ekki eins, eða hvað? Ég held að einhver verði að rannsaka þetta. Það eru örugglega ótal breytur sem skipta máli. Aldur heilsanda og kveðjanda. Augliti til auglitis eða sími (þekki einn gamlan sem segir alltaf sæl í síma en segjum það þegar hann kveður). Skiptir máli hvort fólk er jafnaldara eða misaldra, hvort er sumar eða vetur, nótt eða dagur...

Sé fyrir mér rannsakendur úti í horni með blokk að fylgjast með fólki. En er það annars nokkuð vitlausara en t.d. að mæla hrúta eða gefa út bókmenntir forsætisráðherra?

Web Counter

5 Comments:

At 17 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Eitursnjallt verkefni fyrir málfræðing, ellegar þá mannfræðing...

 
At 17 desember, 2005, Blogger Þóra said...

Finnst eins og hann karl faðir minn segi "segjum það" oft þegar hann kveður í símtali. Ekki er hann gamli karlinn??

Þóra frænka

 
At 18 desember, 2005, Blogger Helga said...

Sæl Þóra, nei, hann er ekki sá gamli, sá er frændi Óla og ég heyri í honum hér um bil daglega, stundum rúmlega það. Heyri því miður allt of sjaldan í pabba þínum.

Helga

 
At 18 desember, 2005, Blogger Helga said...

Sæl Þóra, nei, hann er ekki sá gamli, sá er frændi Óla og ég heyri í honum hér um bil daglega, stundum rúmlega það. Heyri því miður allt of sjaldan í pabba þínum.

 
At 20 desember, 2005, Anonymous Nafnlaus said...

Pabbi hans Jóa segir alltaf: Skífan á það! í kveðjuskyni. Hann starfaði lengi sem bifvélavirki, og þetta tiltekna kveðjulag helgast af einhverju minnisstæðu atviki í faginu sem ég man ekki í svipinn enda hef ég ekkert vit á því, konukindin...:-)

 

Skrifa ummæli

<< Home