jónar, þingmenn og ráðherrar
Ég heyrði óvart í morgun smáviðtal við fjármála- og frelsisspekúlantinn mikla Pétur Blöndal. Hann var að hæla okkur þjóðinni fyrir framsýni í lífeyrismálum - allt í lagi - en svo fór hann að tala um kosti þess að menn hér fara seint á eftirlaun og það mætti hækka þann aldur svo kerfið allt yrði enn hagkvæmara. Þetta er maður úr flokknum sem setti lög sem leyfa næstum ókynþroska fyrrverandi ráðherrum (er þarna komin skýringin á unglingaveiki ónefnds eins slíks síðustu árin?) og jafnvel þingmönnum líka að fara á fínustu eftirlaun án skerðingar þótt önnur störf séu unnin áfram.Fréttamannsskepnunni datt auðvitað ekki í hug að nefna ólögin þau arna í þessu sambandi.
George Orwell hefur örugglega verið dillað uppi í hásölum Guðs.
2 Comments:
Ó hvað þetta var vel orðað hjá þér!
Fréttamenn eru ekki til hér á landi sem standa undir nafni, sýnist mér. Ekki örlar á gagnrýnni hugsun hjá því liði... fréttamennskan lifir helstw í litlum hógværum bloggum!
Blessuð frænka.
Já ég heyrði þetta líka á leiðinni í vinnuna í morgun. En það er svo skrýtið að það hefur enginn minnst á þetta í fréttaskýringaþáttum í dag. Svo kom nú Ingimundur Sigurpálsson með eilífðartugguna um orlofsrétt og lífeyrisrétt opinberra starfsmanna og heimtar nú eins og aðrir úr þeim herbúðum að þau verði skert. Nú ætlar nýi fjármálaráðherrann örugglega að leggja fram frumvarpið um réttindi og skyldur nú eru engir samningar lausir og sjálfsagt allt í lagi..... Kveðja,Ína
Skrifa ummæli
<< Home